Hvernig ber ég mig að ?

Til að komast að hjá sjúkraþjálfara þarf einungis að panta tíma.  
Það getur þú gert með því að hafa samband við okkur hér á síðunni - og/eða í síma 553 1234 eða með tölvupósti á bati@bati.is

Æskilegt er að hafa beiðni frá lækni, en það er þó ekki nauðsynlegt og í bráðatilfellum er hægt að koma til okkar í allt að sex skipti án þess að hafa beiðni.

Við komu gefur þú þig fram við starfsmann í móttöku, sem leiðbeinir þér með framhaldið.
Ekki er þörf á að hafa neitt með sér í fyrsta tíma (nema beiðni frá lækni ef hún liggur fyrir) - hvorki sérstakan klæðnað eða annað.

Sjúkraþjálfari skoðar skjólstæðing sinn í fyrsta tíma og gera má ráð fyrir að skoðun taki allt að 60 mínútum.
Framhald meðferðar er ákveðið í samráði við skjólstæðing í kjölfar skoðunar og ákvarðast af niðurstöðu skoðunarinnar og viðbótarupplýsingum sem fyrir liggja hverju sinni.